Stjarnan og Njarðvík áfram í bikarnum

Ena Viso lék vel með Njarðvík í dag.
Ena Viso lék vel með Njarðvík í dag. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Stjarnan sigraði Snæfell 83:50 í 16-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í körfubolta á heimavelli sínum í Ásgarði í Garðabæ í dag. Stjörnukonur eru því komnar áfram í 8-liða úrslit keppninnar.

Denia Davis-Stewart var stigahæst í liði heimakvenna með 17 stig en hún tók einnig 12 fráköst.

Í liði gestanna var það Shawnta Grenetta Shaw sem var stigahæst með 14 stig en hún tók einnig 9 fráköst og gaf 6 stoðendingar.

Heimakonur í Njarðvík lögðu 1. deildarlið Tindastóls í Ljónagryfjunni í Njarðvík, 89:67. Ena Viso var atkvæðamest í liði Njarðvíkur með 22 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar en Emese Vida í liði gestanna með 22 stig, 11 fráköst og 2 stoðsendingar.

Keflavík B gaf leikinn

Seinna í dag leikur lið Hamars/Þórs gegn liði Fjölnis og lið Þórs frá Akureyri gegn liði Aþenu.

Á morgun leiða saman hesta sína lið Vals og Breiðabliks og lið Hauka og Ármanns.

Lið Keflavíkur B gaf leik sinn við lið Keflavík vegna þess að reglur Körfuknattleikssambands Íslands kveða á um að leikmaður úr B-liði liðs sem leikið hefur í keppninni geti ekki leikið með A-liði þess á síðari stigum.

ÍR gaf jafnframt leik sinn við Grindavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert