Ákveðinn skellur fyrir ungan mann að heyra þetta

„Ég var með mjög asnalegt skot á þessum tíma,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, í Dagmálum.

Ólafur, sem er 32 ára gamall, gekk til liðs við Bremerhaven í Þýskalandi árið 2008 frá uppeldisfélagi sínu Grindavík þar sem hann lék í eitt ár áður en hann snéri heim.

Ekki í boði að koma heim

„Það fyrsta sem þjálfarinn sagði við mig var að ég þyrfti að breyta skotinu mínu ef ég ætlaði mér að afreka eitthvað í íþróttinni,“ sagði Ólafur.

„Það var ákveðinn skellur fyrir ungan mann að heyra þetta því mér fannst ég ekkert eðlilega góður að skjóta. Fyrstu tvo mánuðina var mér stillt upp í horn með körfu fyrir framan mig þar sem ég átti að skjóta.

Ég hringdi ansi oft heim í pabba á þessum tíma og tjáði honum að ég vildi koma heim. Það var ekki í boði og mér var sagt að klára þetta verkefni og það hefur alla tíð verið regla hjá föður mínum að þú klárar það sem þú byrjar á,“ sagði Ólafur meðal annars.

Viðtalið við Ólaf í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Ólafur Ólafsson á æfingu með landsliðinu í febrúar á þessu …
Ólafur Ólafsson á æfingu með landsliðinu í febrúar á þessu ári. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert