Hilmar vann Hilmar Smára í Þýskalandi

Hilmar Pétursson fagnaði sigri í kvöld.
Hilmar Pétursson fagnaði sigri í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hilmar Pétursson hafði betur gegn Hilmari Smára Henningssyni þegar körfuboltamennirnir efnilegu mættust í þýsku B-deildinni í kvöld.

Hilmar Pétursson og samherjar í Münster höfðu betur gegn Bremerhaven, 89:82, og eru nú í sjötta sæti af 18 liðum í deildinni en Bremerhaven er í fimmtánda sæti. 

Báðir Íslendingarnir léku í 23 mínútur með sínum liðum. Hilmar Pétursson skoraði 17 stig fyrir Münster, tók fimm fráköst og átti tvær stoðsendingar. Hilmar Smári skoraði tíu stig og átti eina stoðsendingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert