Hilmar Pétursson hafði betur gegn Hilmari Smára Henningssyni þegar körfuboltamennirnir efnilegu mættust í þýsku B-deildinni í kvöld.
Hilmar Pétursson og samherjar í Münster höfðu betur gegn Bremerhaven, 89:82, og eru nú í sjötta sæti af 18 liðum í deildinni en Bremerhaven er í fimmtánda sæti.
Báðir Íslendingarnir léku í 23 mínútur með sínum liðum. Hilmar Pétursson skoraði 17 stig fyrir Münster, tók fimm fráköst og átti tvær stoðsendingar. Hilmar Smári skoraði tíu stig og átti eina stoðsendingu.