Lakers fyrst til að vinna deildabikarinn

LeBron James lyftir bikarnum.
LeBron James lyftir bikarnum. AFP/Ethan Miller

Los Angeles Lakers er fyrsti deildabikarmeistari sögunnar í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik karla eftir 14 stiga sigur á Indiana Pacers, 123:109, í Las Vegas í nótt. 

Lakers-liðið komst í úrslit eftir stórsigur á New Orleans Pelicans, 133:89, og Indiana vann Milwaukee Bucks, 128:119, austanmegin. 

Anthony Davis átti stórleik í liði Lakers en hann skoraði 41 stig, tók 20 fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Þá skoraði LeBron James 24 stig, tók 11 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar en hann var síðan valinn besti leikmaður deildabikarsins.

Tyrese Haliburton, sem hefur farið á kostum með Indiana í deildabikarnum, var atkvæðamestur í liði sínu með 20 stig, eina stoðsendingu og 11 fráköst. 

LeBron James með verðlaunin sín.
LeBron James með verðlaunin sín. AFP/Ethan Miller
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert