Martin sneri aftur í sigurleik

Martin Hermannsson í leik með Valencia.
Martin Hermannsson í leik með Valencia. Ljósmynd/@valenciabasket

Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson sneri aftur á völlinn með Valencia í dag þegar liðið vann nauman útisigur á Murcia í spænsku ACB-deildinni í körfuknattleik, 85:77, eftir framlengingu.

Martin hefur verið frá keppni síðan í sumar vegna meiðsla en hann hafði komið inn í hóp liðsins á ný á dögunum.

Í dag lék hann síðan talsvert hlutverk í Murcia, spilaði í 19 mínútur og skoraði á þeim kafla 7 stig, átti þrjár stoðsendingar og tók eitt frákast.

Valencia er í fjórða sæti deildarinnar eftir þennan sigur með 18 stig, eins og Barcelona sem á leik til góða og spilar í kvöld. Real Madrid er efst með 24 stig og Unicaja Málaga er með 20 stig í öðru sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert