Stjarnan vann góðan sigur á Ármanni, 102:74, í 16-liða úrslitum bikarkepninnar í körfuknattleik í Laugardalshöllinni í dag.
Stjörnumenn voru þremur stigum yfir eftir frekar jafnan fyrsta leikhluta, 19:16. Annar leikhluta var hins vegar eign Stjörnumanna sem lögðu grunninn að sigrinum.
Stjarnan fór 17 stigum yfir til búningsklefa, 47:30, og var eftirleikurinn auðveldur í seinni hálfleik.
Kristján Fannar Ingólfsson og James Ellisor voru atkvæðamestir í liði Stjörnunnar með 15 stig hvor. Þá skoraði Júlíus Orri Ágústsson 11 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar.