Tindastóll og Höttur í 8-liða úrslit

Callum Lawson með boltann í Smáranum í dag.
Callum Lawson með boltann í Smáranum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Tindastóll er kominn í átta lið úrslit bikarkeppninnar eftir útisigur á Breiðabliki, 89:81, í körfuknattleik karla í Smáranum í dag. 

Tindastóll var þrettán stigum yfir í hálfleik, 49:36, en Breiðablik minnkað muninn í sjö stig fyrir fjórða leikhluta, 66:61. 

Tindastóll var þó sterkari á lokasprettinum og vann að lokum átta stiga sigur. 

Callum lawson skoraði 29 stig, tók sjö fráköst og gaf tvær stoðsendingar í liði Tindastóls. Adomas Drungilas og David Geks settu þá 20 stig. Keith Jordan átti frábæran leik í liði Breiðabliks og skoraði 28 stig, tók 14 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. 

Höttur vann í Hveragerði 

Þá vann Höttur tveggja stiga sigur á Hamri, 84:82, í Hveragerði. 

Hattarmenn voru fimm stigum yfir fyrir fjórða leikhluta, 84:82, en Hamar náði nokkrum sinnum forystunni í fjórða leikhluta. Að lokum var Höttur sterkari aðilinn og er kominn í 8-liða úrslit. 

Obadiah Trotter og Deontaye Buskey skoruðu 17 stig hvor fyrir Hött en Jalen Moore skoraði 25 stig fyrir Hamar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert