Grindavík hafði betur gegn Haukum, 88:80, þegar liðin áttust við í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í Smáranum í Kópavogi í kvöld.
Eins og tölurnar gefa til kynna var um hörkuleik að ræða með miklum sveiflum en reyndust Grindvíkingar hlutskarpari undir lokin eftir að Haukar höfðu komist tveimur stigum yfir, 78:80, um miðjan fjórða leikhluta.
Grindavík skellti í kjölfarið í lás, skoraði tíu stig í röð og vann sterkan átta stiga sigur, sem þýðir að liðið mætir Keflavík í Suðurnesjaslag í átta liða úrslitum.
Dedrick Basile fór á kostum í liði Grindavíkur og skoraði 31 stig.
Atkvæðamestur í liði Hauka var Damier Pitts, sem lék með Grindavík á síðasta tímabili, en hann skoraði 24 stig.