Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er í úrvalsliði tólftu umferðar í spænsku B-deildinni sem var leikin um helgina.
Jón átti mjög góðan leik með Alicante í naumu tapi gegn toppliði San Pablo Burgos, 98:95, þar sem Grindvíkingurinn skoraði 18 stig, átti sjö stoðsendingar og tók fimm fráköst. Alicante er í sjöunda sæti af átján liðum í deildinni með sjö sigra í fyrstu tólf leikjunum.
⛹️♂️ MVP #LEBOro: ¡Estos han sido los mejores jugadores de 🇯1️⃣2️⃣!
— CompeticionesFEB (@CompeticionFEB) December 11, 2023
1️⃣ @Faner8 - @amics_castello
2️⃣ @MLapornik - @SanPabloBurgos
3️⃣ @Jaxelinn - @FundLucentum
4️⃣ @MirzaBulic - @GrupoAlegaCant
5️⃣ @Gonzalobressan1 - @amics_castello
🖐 Quinteto ideal ⬇https://t.co/ZNveDQOOpB pic.twitter.com/L4hvPb92JM