Landsliðsmaðurinn í liði umferðarinnar

Jón Axel Guðmundsson í landsleik gegn Spánverjum.
Jón Axel Guðmundsson í landsleik gegn Spánverjum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er í úrvalsliði tólftu umferðar í spænsku B-deildinni sem var leikin um helgina.

Jón átti mjög góðan leik með Alicante í naumu tapi gegn toppliði San Pablo Burgos, 98:95, þar sem Grindvíkingurinn skoraði 18 stig, átti sjö stoðsendingar og tók fimm fráköst. Alicante er í sjöunda sæti af átján liðum í deildinni með sjö sigra í fyrstu tólf leikjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert