Mikið áfall fyrir Valsmenn

Kári Jónsson verður frá næstu mánuðina.
Kári Jónsson verður frá næstu mánuðina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kári Jónsson, leikmaður Vals í körfuknattleik, verður frá næstu mánuðina vegna meiðsla.

Þetta kom fram í tilkynningu Valsmanna á samfélagsmiðlum en Kári, sem er 26 ára gamall, þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðsla á fæti.

Kári hefur verið algjör lykilmaður á Hlíðarenda frá því hann gekk til liðs við félagið frá Girona árið 2021.

Hann varð Íslandsmeistari með Valsmönnum árið 2022 en Valsmenn, sem töpuðu gegn Tindastóli í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í vor, eru í öðru sæti deildarinnar með 14 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert