Sex áhugaverðar viðureignir úrvalsdeildarliða verða á dagskrá í átta liða úrslitunum í bikarkeppni karla og kvenna en dregið var til þeirra í dag.
Í bikarkeppni karla er KR eina liðið utan úrvalsdeildar sem eftir er í keppninni og KR-ingar þurfa að heimsækja Íslandsmeistara Tindastóls. Þessi lið mætast:
Tindastóll - KR
Höttur - Keflavík
Stjarnan - Valur
Grindavík - Álftanes
Í bikarkeppni kvenna eru líka eftir sjö úrvalsdeildarlið og eitt úr 1. deild, lið Hamars/Þórs, sem þarf að mæta Njarðvík á útivelli. Þessi lið mætast:
Haukar - Keflavík
Þór Ak. - Stjarnan
Valur - Grindavík
Njarðvík - Hamar/Þór
Leikirnir fara fram í kringum 20. janúar.