Lætur af störfum í Garðabænum

Arnar Guðjónsson og Auður Íris Ólafsdóttir hafa stýrt Stjörnunni undanfarin …
Arnar Guðjónsson og Auður Íris Ólafsdóttir hafa stýrt Stjörnunni undanfarin tímabil. Ljósmynd/Stjarnan

Auður Íris Ólafsdóttir hefur óskað eftir því að láta af störfum sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í körfuknattleik.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum en Auður Íris, sem er 31 árs gömul, lætur formlega af störfum í Garðabænum um áramótin.

Hún kom fyrst til Stjörnunnar árið 2018 sem leikmaður, og var meðal annars valin besti varnarmaður deildarinnar tímabilið 2018-19. 

Þakkað fyrir vel unnin störf

Hún tók við þjálfun Garðabæjarliðsins árið 2021 og hefur stýrt liðinu ásamt Arnari Guðjónssyni undanfarin tímabil.

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar þakkar Auði fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Stjarnan, sem er nýliði í úrvalsdeildinni, situr í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig eftir þrettán umferðir, sex stigum minna en topplið Keflavíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert