Grindavík vann sterkan fimmtán stiga sigur á Haukum, 89:75, í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í Smáranum í Kópavogi í kvöld.
Grindavíkurliðið var einu stigi yfir eftir fyrri hálfleik, 44:43, en stakk af í þriðja leikhluta, vann hann 23:14, og var tíu stigum yfir fyrir síðasta leiklhutan, 67:57.
Grindavík hleypti Haukum aldrei nálægt í fjórða leikhluta og vann að lokum fimmtán stiga sigur.
Dedrick Basile skoraði 20 stig fyrir Grindavík, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hjá Haukum var Damier Pitts stigahæstur með 16 stig.
Grindavík er í níunda sæti með tíu stig en Haukar eru í tíunda með sex.