Grikkinn Giannis Antetokounmpo skoraði hvorki fleiri né færri en 64 stig í nótt og setti með því félagsmet hjá Milwaukee Bucks þegar liðið vann Indiana Pacers, 140:126, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.
Fyrra metið átti Michael Redd sem skoraði 57 stig í leik með liðinu árið 2006.
Giannis tók jafnframt 14 fráköst í leiknum. Damian Lillard skoraði 21 stig fyrir Milwaukee og Bobby Portis 19.
Joel Embiid skoraði 41 stig og tók 11 fráköst fyrir Philadelphia 76ers sem vann Detroit PIstons, 129:111. Þar með jafnaði Detroit félagsmet, liðið tapaði sínum 21. leik í röð en það hefur aðeins unnið tvo af fyrstu 24 leikjum sínum á tímabilinu. Áður gerðist þetta hjá félaginu árið 1980.
Brandon Ingram skoraði 40 stig fyrir New Orleans Pelicans í öruggum sigri á Washington Wizards, 142:122.
Anthony Davis skoraði 37 stig fyrir Los Angeles Lakers og tók tíu fráköst þegar liðið vann San Antonio Spurs naumlega, 122:119.
Úrslitin í nótt:
Detroit - Philadelphia 111:129
Washington - New Orleans 122:142
Miami - Charlotte 115:104
Toronto - Atlanta 135:128
Houston - Memphis 117:104
Milwaukee - Indiana 140:126
San Antonio - LA Lakers 119:122
Phoenix - Brooklyn 112:116
Utah - New York 117:113
Efst í Austurdeild:
Boston 17/5, Milwaukee 17/7, Philadelphia 16/7, Orlando 16/7.
Efst í Vesturdeild:
Minnesota 17/5, Oklahoma City 15/7, Dallas 15/8, Denver 16/9.