Þægilegur Stjörnusigur í Kópavogi

Júlíus Orri Ágústsson sækir að körfu Breiðabliks.
Júlíus Orri Ágústsson sækir að körfu Breiðabliks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjörnumenn unnu nokkuð þægilegan sigur á Breiðabliki, 97:74, í úrvalsdeild karla í körfubolta í Smáranum í Kópavogi í kvöld. 

Stjörnumenn voru sex stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 28:22. Stjarnan náði svo góðri forystu í öðrum leikhluta og fór 20 stigum yfir til búningsklefa, 56:36. 

Eftir það var síðari hálfleikurinn einfalt verk fyrir Stjörnuliðið sem vann að lokum 24 stiga sigur.

Stjarnan er í sjötta sæti með 14 stig, líkt og sex önnur lið deildarinnar, en Stjörnumenn hafa spilað leik meira. Breiðablik er í 11. sæti með tvö stig.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert