Valur vann góðan fjögurra stiga sigur á Njarðvík, 91:87, í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í Valshöllinni í kvöld.
Valsmenn unnu fyrsta leikhluta með fjórum stigum, 26:22, en Njarðvíkingar fóru tveimur stigum yfir inn í hálfleikinn, 48:46.
Valsliðið náði forystunni á nýjan leik í þriðja leikhluta, 68:64, og unnu að lokum fjögurra stiga sigur eftir jafnan lokaleikhluta.
Joshua Jefferson skoraði 24 stig, tók tvö fráköst og gaf sex stoðsendingar í liði Vals en Dominykas Milka átti stórleik í liði Njarðvíkur með 30 stig, 14 fráköst og fjórar stoðsendingar.
Valur er á toppnum með 16 stig en Njarðvík er í þriðja sæti með 14.