Grindvíkingar hafa leyst svartfellska körfuboltamanninn Matija Jokic undan samningi og hann leikur því ekki meira með þeim í vetur.
Jokic er 25 ára gamall framherji sem kom til Grindvíkinga í lok október frá írsku félagi en hann lék með Hetti í 1. deild tímabilið 2021-22. Áður lék hann með liðum í Þýskalandi og Svartfjallalandi. Hann spilaði aðeins tvo leiki með Grindavíkurliðinu.