Yfirgefur Grindavík eftir stutta dvöl

Matija Jokic er farinn frá Grindvíkingum.
Matija Jokic er farinn frá Grindvíkingum.

Grindvíkingar hafa leyst svartfellska körfuboltamanninn Matija Jokic undan samningi og hann leikur því ekki meira með þeim í vetur.

Jokic er 25 ára gamall framherji sem kom til Grindvíkinga í lok október frá írsku félagi en hann lék með Hetti í 1. deild  tímabilið 2021-22. Áður lék hann með liðum í Þýskalandi og Svartfjallalandi. Hann spilaði aðeins tvo leiki með Grindavíkurliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert