Enn ein þreföld tvenna Jókersins

Nikola Jokic í leiknum í kvöld.
Nikola Jokic í leiknum í kvöld. AFP/Michael Reaves

Serbinn Nikola Jokic var í essinu sínu þegar lið hans Denver Nuggets hafði örugglega betur gegn Brooklyn Nets, 124:101, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Jókerinn var með þrefalda tvennu líkt og svo oft áður er hann skoraði 26 stig, tók 15 fráköst og gaf tíu stoðsendingar.

Var Jokic stigahæstur í leiknum og hafa NBA-meistarar Denver nú unnið 17 af 26 leikjum sínum á tímabilinu til þessa.

Slóveninn Luka Doncic átti þá enn einn stórleikinn fyrir Dallas Mavericks en gat ekki komið í veg fyrir 119:101-tap fyrir Minnesota Timberwolves.

Doncic skoraði 39 stig, tók sex fráköst og gaf 13 stoðsendingar.

Öll úrslit næturinnar:

Denver – Brooklyn 124:101

Dallas – Minnesota 101:119

Boston – Cleveland 116:107

Miami – Chicago 116:124

Portland – Utah 114:122

Sacramento – Oklahoma 128:123

LA Clippers – Golden State 121:113

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert