Farinn frá Njarðvíkingum

Benedikt Guðmundsson þjálfar Njarðvíkinga.
Benedikt Guðmundsson þjálfar Njarðvíkinga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bandaríski körfuboltamaðurinn Luke Moyer hefur verið leystur undan samningi sínum við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur.

Skýrt er frá þessu á heimasíðu félagsins. Moyer er þrítugur bakvörður sem lék átta leiki með Njarðvíkingum í deildinni og skoraði 10 stig að meðaltali í leik. Hann spilaði síðast með Titebi í Georgíu áður en hann kom til Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert