Alicante hafði betur gegn Oviedo, 83:73, í B-deild Spánar í körfubolta í kvöld.
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson átti flottan leik fyrir Alicante, skoraði 16 stig, tók þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu á 21 mínútu.
Alicante er í fimmta sæti deildarinnar með átta sigra og fimm töp í þrettán leikjum. Er liðið í baráttunni um að fara upp í efstu deild, en sæti 2-9 fara í umspil og efsta sætið beint upp.