Leggur skóna á hilluna

Danero Thomas í leik með Hamri í síðasta mánuði.
Danero Thomas í leik með Hamri í síðasta mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfu­boltamaður­inn Danero Thom­as hef­ur ákveðið að leggja skóna á hill­una. Á fyrri hluta þessa tíma­bils hef­ur hann leikið með nýliðum Ham­ars og lék sinn síðasta leik með liðinu, og á ferl­in­um, í gær­kvöldi.

„Já, það er satt. Síðasti leik­ur minn með þeim var í gær,“ sagði Danero í stuttu sam­tali við mbl.is.

Ham­ar tapaði þá 81:106 á heima­velli fyr­ir Íslands­meist­ur­um Tinda­stóls, sem var ell­efti tap­leik­ur nýliðanna frá Hvera­gerði í jafn­mörg­um leikj­um.

Hann hef­ur leikið hér á landi um langt ára­bil með fjölda liða og samdi við Ham­ar fyr­ir yf­ir­stand­andi tíma­bil en læt­ur nú gott heita.

Fékk tæki­færi til þess að þjálfa

„Ég læt staðar numið héðan af. Ég fékk tæki­færi til þess að þjálfa í 1. deild,“ bætti Danero við en kvaðst ekki mega segja frá því hvaða lið um ræðir að svo stöddu.

Hann er 37 ára gam­all, fædd­ur í New Or­le­ans í Banda­ríkj­un­um og fékk ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt árið 2018. Lék Danero sinn fyrsta lands­leik fyr­ir Íslands hönd í sept­em­ber sama ár.

Á ferli sín­um á Íslandi lék hann alls þris­var sinn­um fyr­ir Ham­ar ásamt því að spila fyr­ir Breiðablik, ÍR, Tinda­stól, Þór frá Ak­ur­eyri, Fjölni, Val og KR.

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert