Körfuboltamaðurinn Jimmy Butler skoraði flautukörfu sem tryggði Miami Heat, 116:118, sigur á Chicago Bulls í NBA deildinni í körfubolta í nótt.
Þetta var önnur flautukarfa sem hann skorar fyrir Heat en fyrr á þessu tímabili klúðraði hann slíku skoti gegn Knicks. Hann lofaði því eftir leik að hann myndi skora úr næstu og gerði það í nótt.
After a missed 3 for the win against the Knicks on 11/24/23, Jimmy Butler said "I guarantee I make the next one."
— NBA (@NBA) December 17, 2023
Guarantee made then, guarantee delivered tonight 🤝 pic.twitter.com/6rp4yVjaSp
Denver Nuggets tók á móti Oklahoma City Thunder og þar tryggði Shai Gilgeous-Alexander ríkjandi meisturum Nuggets sigurinn, þegar aðeins 0,9 sekúndur voru eftir af leiknum.
SHAI CALLED GAME WITH 0.9 REMAINING 😱
— NBA (@NBA) December 17, 2023
THUNDER WIN IN DENVER. pic.twitter.com/L4MJxe87fk
Keegan Murray átti stórleik fyrir Sacramento Kings þegar þeir unnu Utah Jazz, 125-104. Hann setti tólf þrista í aðeins þrettán tilraunum sem er félagsmet yfir flesta þrista í einum leik hjá Sacramento Kings.
Watch all 12 of Keegan Murray's 3-pointers from his 47-point career night! pic.twitter.com/gedyM7nlal
— NBA (@NBA) December 17, 2023
Luka Donic var með þrefalda tvennu líkt og svo oft áður en hann skoraði 40 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar þegar Portland Trail Blazers vann Dallas Mavericks, 131:120.
Luka Doncic dropped a 40-point triple-double in the Mavs' win in Portland!
— NBA (@NBA) December 17, 2023
🪄 40 PTS
🪄 12 REB
🪄 10 AST
Luka's eighth 40-point triple-double of his career passes Wilt Chamberlain for fourth-most such games in NBA history. pic.twitter.com/bK2nRIyeKs