Flautukarfa frá Butler tryggði Miami Heat sigur

Jimmy Butler tryggði Miami sigurinn í nótt.
Jimmy Butler tryggði Miami sigurinn í nótt. AFP/Jared C. Tilton

Körfuboltamaðurinn Jimmy Butler skoraði flautukörfu sem tryggði Miami Heat, 116:118, sigur á Chicago Bulls í NBA deildinni í körfubolta í nótt.

Þetta var önnur flautukarfa sem hann skorar fyrir Heat en fyrr á þessu tímabili klúðraði hann slíku skoti gegn Knicks. Hann lofaði því eftir leik að hann myndi skora úr næstu og gerði það í nótt.

Denver Nuggets tók á móti Oklahoma City Thunder og þar tryggði Shai Gilgeous-Alexander ríkjandi meisturum Nuggets sigurinn, þegar aðeins 0,9 sekúndur voru eftir af leiknum. 

 

Keegan Murray átti stórleik fyrir Sacramento Kings þegar þeir unnu Utah Jazz, 125-104. Hann setti tólf þrista í aðeins þrettán tilraunum sem er félagsmet yfir flesta þrista í einum leik  hjá Sacramento Kings.

Luka Donic var með þre­falda tvennu líkt og svo oft áður en hann skoraði 40 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar þegar Portland Trail Blazers vann Dallas Mavericks, 131:120.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka