Kareem Abdul-Jabbar, einn besti körfuknattleiksmaður sögunnar, er á spítala eftir að hann mjaðmarbrotnaði á tónleikum í Los Angeles í gær.
Hinn 76 ára gamli Abdul-Jabbar er næststigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi á eftir LeBron James.
Abdul-Jabbar sigraðist á krabbameini í blöðruhálskirtli fyrir þremur árum, en er nú aftur kominn á spítala.
TMZ fjallaði um málið, en ekki er víst hvaða tónleika Abdul-Jabbar var að sækja eða hvar í borginni þeir voru.