Styrmir Snær Þrastarson, landsliðsmaður í körfuknattleik, átti góðan leik fyrir Belfius Mons þegar liðið mátti sætta sig við stórt tap, 86:50, fyrir Antwerp Giants, í sameiginlegri úrvalsdeild Belgíu og Hollands í dag.
Styrmir Snær skoraði 12 stig, tók þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu á 21 mínútu hjá Belfius Mons.
Þar með var hann næst stigahæstur í leiknum á eftir Rasir Bolton, sem skoraði 25 stig fyrir Antwerp Giants.
Antwerp er á toppi deildarinnar með 20 stig en Belfius er í 10. sæti af ellefum liðum með aðeins tvö stig.