Handtekinn grunaður um morð

Körfuboltamaðurinn Chance Comanche hefur verið handtekinn, grunaður um morð, eftir að lík 23 ára konu fannst í eyðimörkinni í Henderson í Nevada-ríki í Bandaríkjunum.

Kærasta hans var einnig handtekin, grunuð um morð á konunni.

Comanche, sem er 27 ára gamall, hefur leikið með Stockton Kings í banda­rísku G-deild­inni undanfarin tvö tímabil, en liðin sem leika þar eru nokk­urs kon­ar varalið NBA-fé­lag­anna. Stockton Kings er varalið NBA-liðs Sacramento Kings.

Hann dvelur nú í fangelsi í Sacramento í Kaliforníu-ríki og hefur Stockton Kings tilkynnt að Comanche hafi verið leystur undan samningi.

Félagið tjáði sig hins vegar ekki frekar.

Í tilkynningu frá lögreglunni í Las Vegas segir að Comanche og kærasta hans verði ákærð fyrir morð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka