Taiwo Badmus, írski landsliðsmaðurinn í körfuknattleik sem lék í tvö ár með Tindastóli, er genginn til liðs við Valsmenn.
Hann spilaði með Tindastóli frá 2021 til 2023 og varð Íslandsmeistari með Skagfirðingum sl. vor, einmitt eftir magnað einvígi við Valsmenn. Hann var þar í stóru hlutverki.
Badmus er þrítugur framherji, tveir metrar á hæð, og lék með bandarískum háskólaliðum frá 2014 til 2018 en síðan með Marín og Coruna á Spáni áður en hann kom til liðs við Tindastól. Hann lék fyrri hluta yfirstandandi tímabils með Roma á Ítalíu.