Grindavík þriðja félagið á Íslandi

Julio De Assis í leik með Breiðabliki á síðustu leiktíð.
Julio De Assis í leik með Breiðabliki á síðustu leiktíð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur gengið frá samningi við Angólamanninn Julio De Assis, en hann getur bæði leikið sem framherji og miðherji.

Verður Grindavík þriðja félagið sem De Assis leikur með hér á landi, en hann hefur einnig leikið með Vestra og Breiðabliki.

Leikmaðurinn skoraði 15,6 stig, tók 7,4 fráköst og gaf 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leik með Breiðabliki á síðustu leiktíð.

Hann lék fyrri hluta tímabilsins 2021/22 með Vestra, áður en hann skipti yfir til Ourense í C-deild Spánar á miðju tímabili.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka