Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur gengið frá samningi við Angólamanninn Julio De Assis, en hann getur bæði leikið sem framherji og miðherji.
Verður Grindavík þriðja félagið sem De Assis leikur með hér á landi, en hann hefur einnig leikið með Vestra og Breiðabliki.
Leikmaðurinn skoraði 15,6 stig, tók 7,4 fráköst og gaf 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leik með Breiðabliki á síðustu leiktíð.
Hann lék fyrri hluta tímabilsins 2021/22 með Vestra, áður en hann skipti yfir til Ourense í C-deild Spánar á miðju tímabili.