Mætir aftur til leiks eftir agabann

Ja Morant fær að spila aftur fyrir Memphis Grizzlies.
Ja Morant fær að spila aftur fyrir Memphis Grizzlies. AFP/David Berding

Körfuboltamaðurinn Ja Morant mætir aftur til leiks með Memphis Grizzlies í kvöld er liðið mætir New Orleans Pelicans í bandarísku NBA-deildinni.

Ja Morant var settur í 25 leikja bann í sumar vegna tveggja myndbanda sem birtust á samfélagsmiðlum. Í myndskeiðunum sást hann handleika byssa og brást deildin við með því að setja hann í 25 leikja bann, sem nú er yfirstaðið.

Ja Morant hefur fengið aðstoð sérfræðinga að vinna úr sínum vandamálum, auk þess sem hann hefur fengið að æfa með liðinu frá því í byrjun október. Memphis Grizzlies er sem stendur í 13. sæti Vesturdeildar NBA-deildarinnar með 6 sigra og 19 töp. Því gæti endurkoma hans skipt sköpum fyrir liðið fyrir komandi átök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka