Miles Bridges, leikmanni Charlotte Hornets, var neitað um inngöngu til Kanada og gat því ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.
Bridges var dæmdur fyrir heimilisofbeldi í garð barnsmóður sinnar á síðasta ári og fékk þá þriggja ára skilorðsbundinn dóm.
Hann á að mæta aftur fyrir rétt í febrúar á næsta ári vegna gruns um að hafa brotið gegn skilorði.
The Athletic greinir frá því að af þessum sökum var Bridges neitað um inngöngu til Kanada og gat því ekki tekið þátt í leiknum í nótt.