Sá bandaríski stoppaði stutt hjá Haukum

Damier Pitts staldraði ekki lengi við í Hafnarfirði.
Damier Pitts staldraði ekki lengi við í Hafnarfirði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Damier Pitts hefur yfirgefið Hauka, en hann lék aðeins þrjá deildarleiki með liðinu.

Karfan.is greindi frá í kvöld. Skoraði Pitts 17 stig, tók þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í leikjunum þremur, en Haukar unnu einn og töpuðu tveimur eftir að Pitts gekk í raðir félagsins.

Nokkuð hefur verið um hrókeringar hjá Haukum, því félagið fékk Daniel Love frá Álftanesi á dögunum og fór Ville Tahvanainen í hina áttina í staðinn. Þá leysti félagið Jalen Moore frá samningi í síðasta mánuði.

Tímabilið hefur verið erfitt hjá Haukum, því liðið er í tíunda sæti úrvalsdeildarinnar með sex stig eftir ellefu leiki og er fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka