Tveir Blikar til Íslandsmeistaranna

Þórdís Jóna Kristjánsdóttir í Valstreyjunni.
Þórdís Jóna Kristjánsdóttir í Valstreyjunni. Ljósmynd/Valur

Íslandsmeistarar Vals í körfuknattleik kvenna hafa samið við þær Þórdísi Jónu Kristjánsdóttur og Brooklyn Pannell um að leika með liðinu. Báðar koma þær frá Breiðabliki.

Samningur Þórdísar Jónu er til næstu tveggja ára og samningur Pannells er út yfirstandandi tímabil.

Þórdís Jóna og Pannell fengu báðar samningi sínum við Breiðablik rift á dögunum og nokkrum dögum síðar dró körfuknattleiksdeild Breiðabliks kvennaliðið úr keppni í úrvalsdeildinni.

Á tímabilinu hefur Þórdís Jóna skorað níu stig og tekið rúmlega þrjú fráköst að meðaltali í leik með Blikum.

Pannell var með tæplega 24 stig, fimm stoðsendingar, tæplega sjö fráköst og tæplega fjóra stolna bolta að meðaltali í leik með Blikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka