Landsliðskonan áfram í Evrópu

Sara Rún Hinriksdóttir í eldlínunni í Evrópubikarnum.
Sara Rún Hinriksdóttir í eldlínunni í Evrópubikarnum. Ljósmynd/FIBA

Spænska liðið Cadi La Seu tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópubikars kvenna í körfubolta með 87:83-heimasigri á Braine frá Belgíu.

Cadi La Seu vann fyrri leikinn 84:62 og einvígið samanlagt 171:145.  

Sara Rún Hinriksdóttir er óðum að ná fyrri styrk eftir meiðsli og skoraði hún sjö stig, tók fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á 15 mínútum með spænska liðinu.

Cadi La Seu þarf ekki að ferðast langt í næsta einvígi því liðið leikur við Girona, einnig frá Spáni, í 16-liða úrslitunum.

Sara og stöllur eru í tíunda sæti spænsku 1. deildarinnar með fimm sigra og sjö töp. Girona er í fjórða með átta sigra og fjögur töp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka