Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við Bandaríkjakonuna Selenu Lott um að leika með liðinu út tímabilið.
Lott er 24 ára bakvörður sem lék síðast með liði Carolina í Púertó Ríkó og hefur einnig leikið í Sviss ásamt því að hafa verið á mála hjá Minnesota Lynx í WNBA-deildinni um skeið.
Hún var þá lykilmaður hjá háskólaliði Marquette um fjögurra ára skeið.