Skaraði fram úr í Vogunum

Magnús Már Traustason.
Magnús Már Traustason. Ljósmynd/Þróttur Vogum

Körfuknattleiksmaðurinn Magnús Már Traustason var útnefndur íþróttamaður ársins 2023 hjá Þrótti úr Vogum.

Hann var einnig valinn leikmaður ársins hjá körfuknattleiksdeild félagsins en hann fór á kostum með liði Þróttar sem fagnaði sigri í 2. deildinni á síðustu leiktíð.

Alls skoraði Magnús 26 stig að meðaltali í 2. deildinni og var einn besti leikmaður deildarinnar en Þróttarar hafa komið á óvart á sínu fyrsta tímabili í 1. deildinni þar sem þeir sitja í 5.-6. sæti með 16 stig.

Ásamt Magnúsi voru knattspyrnumennirnir Adam Árni Róbertsson og Ólafur Örn Eyjólfsson og körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Sverrisson einnig tilnefndir sem íþróttamaður ársins hjá Þrótturum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka