Handtekinn fyrir að kýla mótherja

Isaiah Stewart í leik með Detroit.
Isaiah Stewart í leik með Detroit. AFP/Gregory Shamus

Bandaríkjamaðurinn Isaiah Stewart var handtekinn fyrir að kýla andstæðing fyrir leik Detroit Pistons og Phoenix Suns. Leikurinn fór fram í Phoenix og unnu heimamenn sextán stiga sigur, 116:100. 

Isaiah Stewart, sem er leikmaður Detroit Pistons, var handtekinn í íþróttahúsinu í aðdraganda leiksins. Var það fyrir að kýla andstæðing sinn Drew Eubanks. 

Lögreglan sleppti Stewart síðar um kvöldið en hann hefði hvort sem er ekki spilað vegna meiðsla. Þá hafði árásin ekki áhrif á Eubanks í leiknum en kappinn var með sex stig og átta fráköst. 

Phoenix Suns gaf frá sér yfirlýsingu til stuðnings Eubanks eftir leik. Þar segir Phoenix Suns að árásin hafi verið tilefnislaus en Monty Williams, þjálfari Pistons og fyrrverandi þjálfari Suns, sagði að yfirlýsingin væri óábyrg. Ekki sé hægt að komast að niðurstöðu fyrr en NBA-deildin hefur lokið rannsókn málsins. 

Drew Eubanks.
Drew Eubanks. AFP/Christian Petersen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert