Þrír leikir fóru fram í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta í nótt og var körfuboltamaðurinn Stephen Curry hetja Golden State Warriors enn eina ferðina, en þeir mættu Utah Jazz.
Klay Thompson átti stórleik fyrir Golden State en hann byrjaði leikinn á varamannabekknum, hann hitti úr sjö þriggja stiga köstum og endaði með 35 stig í nótt, en Golden State Warriors vann þriggja stiga sigur á Utah Jazz, 140:137.
Það var mikil dramatík undir lok leiksins og á lokamínútu leiksins var staðan 138:137 fyrir Golden State.
Jazz-menn voru nálægt því að komast yfir eftir að Collins greip frákast eftir misheppnað skot Markkanen en honum mistókst að koma boltanum svo á liðsfélaga þegar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum.
Stephen Curry fékk boltann í hendurnar þegar þrjár sekúndur voru eftir og brotið var á honum, hann skoraði úr báðum vítaskotunum og gaf Golden State Warriors þriggja stiga forskot 140:137. Sexton mistókst svo að jafna leikinn eftir að hann fékk opið þriggja stiga skot.
Úrslit næturinnar:
Memphis Grizzlies - Milwaukee Bucks 113:110
Utah Jazz - Golden State Warriors 137:140
Portland Trailblazers - Minnesota Timberwolves 91:128