Serbinn Nikola Jokic átti enn einn stórleikinn fyrir Denver Nuggets þegar liðið hafði betur gegn Golden State Warriors, 119:103, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.
Jókerinn var með sannkallaða tröllaþrennu þegar hann skoraði 32 stig, tók 16 fráköst og gaf 16 stoðsendingar.
Jokic hefur nú náð þrefaldri tvennu 123 sinnum í NBA-deildinni og er 15 slíkum frá því að jafna Magic Johnsons í þriðja sæti á listanum yfir flestar þrennur í sögunni.
Þar trónir Russell Westbrook, leikmaður LA Clippers, á toppnum með 198.
Í leiknum í nótt bætti Jamal Murray við 27 stigum fyrir Denver.
Stigahæstur hjá Golden State var Steph Curry með 20 stig.
Gríska undrið Giannis Antetokounmpo fór fyrir Milwaukee Bucks þegar liðið bar sigurorð af Philadelphia 76ers, 119:98.
Antetokounmpo var nálægt þrefaldri tvennu þegar hann skoraði 30 stig, tók 12 fráköst og gaf níu stoðsendingar.
Liðsfélagi hans Damian Lillard lék sömuleiðis afar vel og skoraði 24 stig, tók sjö fráköst og gaf níu stoðsendingar.
Tyrese Maxey var stigahæstur hjá Philadelphia með 24 stig og sjö stoðsendingar
Úrslit næturinnar:
Golden State – Denver 103:119
Philadelphia – Milwaukee 98:119
Phoenix – LA Lakers 123:113
LA Clippers – Sacramento – 107:123
Portland – Charlotte 80:93
Utah – San Antonio 128:109
New Orleans – Chicago 106:114
Houston – Oklahoma 110:123
Atlanta – Orlando 109:92
Washington – Cleveland 105:114
Indiana – Dallas 133:111