Reykjavíkurliðin á sigurbraut

Madison Sutton úr Þór með boltann gegn Val í kvöld. …
Madison Sutton úr Þór með boltann gegn Val í kvöld. Brooklyn Pannell og Ásta Júlía Grímsdóttir eru til varnar. mbl.is/Árni Sæberg

Reykjavíkurliðin Fjölnir og Valur báru sigur úr býtum í leikjum sínum í B-deild efstu deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Valur hefur nú unnið þrjá leiki í röð og Fjölnir tvo.

Valur lagði grunninn að 90:84-heimasigri sínum gegn Þór frá Akureyri með góðum þriðja leikhluta.

Var staðan í hálfleik 38:38 en Valur vann þriðja leikhlutann 25:18 og tókst Þór ekki að jafna í fjórða og síðasta leikhlutanum.

Téa Adams skoraði 21 stig fyrir Val og Brooklyn Pannell 20 og tók níu fráköst. Lore Devos skoraði 27 fyrir Þór og Madison Sutton 17, auk þess sem hún tók 19 fráköst og gaf átta stoðsendingar.

Raquel sterk

Fjölnir vann öruggan 78:57-útisigur á botnliði Snæfells í Stykkishólmi. Var staðan eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik 31:29, Fjölni í vil, og var Grafarvogsliðið mun sterkara í seinni hálfleik.

Raquel Laneiro skoraði 29 stig og tók 11 fráköst fyrir Fjölni. Korinne Campbell gerði 20 stig og tók 20 fráköst. Shawnta Shaw skoraði 24 stig og tók 13 fráköst fyrir Snæfell.

Staðan: Valur 18, Þór 16, Fjölnir 8, Snæfell 4. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert