Alba Berlín vann sinn níunda sigur í röð í efstu deild Þýskalands í körfubolta er liðið lagði Ludwigsburg að velli á heimavelli í dag, 100:91.
Martin Hermannsson átti fínan leik fyrir Alba, skoraði níu stig, tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu á 30 mínútum.
Alba er í þriðja sæti deildarinnar með 19 sigra og fimm töp í 24 leikjum.