Njarðvík valtaði yfir meistarana

Sara Boama og Hulda María Agnarsdóttir eigast við.
Sara Boama og Hulda María Agnarsdóttir eigast við. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Njarðvík fór illa með Íslands­meist­ara Vals er liðin mætt­ust í fyrsta skipti í átta liða úr­slit­um Íslands­móts kvenna í körfu­bolta í kvöld.

Njarðvík­ing­ar voru með 18:17 for­skot eft­ir fyrsta leik­hluta og stungu svo af. Staðan í hálfleik var 51:29 og 76:38 fyr­ir fjórða og síðasta leik­hlut­ann.

Hann reynd­ist forms­atriði fyr­ir Njarðvík­inga sem unnu ein­stak­lega sann­fær­andi sig­ur.

Selena Lott skoraði 26 stig, tók 10 frá­köst og gaf 10 stoðsend­ing­ar fyr­ir Njarðvík. Isa­bella Ósk Sig­urðardótt­ir og Em­ilie Hesseldal gerðu 14 stig hvor.

Ey­dís Eva Þóris­dótt­ir skoraði 14 fyr­ir Val. Téa Adams skoraði 12.

Njarðvík 96:58 Val­ur opna loka
mín.
40 Leik lokið
Ótrúlegir yfirburðir hjá Njarðvíkingum í kvöld.
36
87:49 - Hulda María Agnarsdóttir með tvö víti niður og nú er staðan í fjórða leikhlutanum 11:11.
33
80:46 - Valur að vinna þennan fjórða leikhluta 8:4. Njarðvíkingar hafa ekki miklar áhyggjur af því.
31
76:41 - Eydís Eva Þórisdóttir með þrist. Fyrstu stig fjórða leikhlutans eru gestanna.
31 Fjórði leikhluti hafinn
30 Þriðja leikhluta lokið
76:38 - Valskonur vöknuðu örlítið undir lok leikhlutans eftir þessa martröð í byrjun hans. Fyrir löngu orðið ljóst hvort liðið vinnur í kvöld, aðeins spurning um hve stór sigurinn verður.
28
74:31 - Ásta Júlía skorar undir körfunni. Fyrstu stig Vals í leikhlutanum.
26
74:29 - Munurinn 45 stig og staðan í þriðja leikhluta 23:0. Þetta er meiri vitleysan.
25
67:29 - Þetta eru eiginlega fáránlegar tölur. Njarðvík með 16 fyrstu stigin í seinni hálfleik og munurinn er 38 stig. Þvílíka rústið og hrun hjá þessu öfluga Valsliði. Njarðvík að spila glæsilega.
22
58:29 - Njarðvík með sjö fyrstu stig seinni hálfleiks og munurinn 29 stig. Þetta er burst.
21 Síðari hálfleikur hafinn
20 Hálfleikur
51:29 - Gríðarlegir yfirburðir hjá Njarðvík í öðrum leikhluta og munurinn 22 stig í hálfleik. Valskonur þurfa leik lífs síns í seinni hálfleik til að eiga möguleika.
18
46:26 - Jana Falsdóttir með körfu og munurinn orðinn 20 stig. Það munaði einu stigi á liðunum eftir fyrsta leikhluta, en Njarðvíkingar verið óstöðvandi í öðrum leikhluta.
15
37:21 - Njarðvík heldur bara áfram að gefa í. Staðan í öðrum leikhluta er 19:4.
14
33:18 - Staðan í öðrum leikhluta er 13:1. Njarðvík að keyra yfir Valskonur.
13
28:18 - Lott með þrist og munurinn tíu stig! Selena Lott er að fara á kostum, komin með 15 stig.
12
25:17 - Lott með körfu og víti að auki sem fer ofan í. Munurinn orðinn átta stig og Njarðvík í góðum málum.
12
22:17 - Njarðvíkingar byrja betur í öðrum leikhlutanum og ná aftur fimm stiga forskotinu sem liðið náði undir lok fyrsta leikhlutans.
11 Annar leikhluti hafinn
10 Fyrsta leikhluta lokið
18:17 - Téa Adams með fjögur snögg stig í röð og minnkar þetta í eitt stig, sem er munurinn eftir fyrsta leikhluta. Það stefnir allt í hörkuleik í Njarðvík.
9
18:13 - Selena Lott með galopin þrist. Á ekki í vandræðum með að setja þetta niður. Njarðvík í fínum málum í upphafi leiks.
7
13:12 - Danska landsliðskonan Emilie Hesseldal skorar og kemur Njarðvík yfir. Mikið jafnræði í Ljónagryfjunni til þessa.
4
6:10 - Flott byrjun hjá Val. Ásta Júlía Grímsdóttir með fjögur snögg stig. Valur ríkjandi meistari, en átt aðeins erfitt tímabil. Úrslitakeppnin er nýtt mót.
3
6:5 - Adams kemur Val yfir með þrist, en Lott svarar hinum megin. Þær fara vel af stað.
1
2:2 - Selena Lott kemur Njarðvík yfir en Téa Adams jafnar fyrir Val. Fyrstu stig leiksins.
1 Leikur hafinn
Valur vinnur uppkastið og byrjar með boltann.
0
Valur hefur unnið fimm leiki af síðustu sex, en Valur var í B-deildinni þegar úrvalsdeildinni var skipt og mætti því þeim þremur liðum sem enduðu með fæst stig í síðustu leikjum sínum.
0
Njarðvík hefur verið í basli undanfarnar vikur og tapað sex leikjum af síðustu átta í öllum keppnum.
0
Njarðvík vann báða leiki liðanna í deildarkeppninni í vetur. Fyrst gerði Njarðvík góða ferð á Hlíðarenda í nóvember og vann 75:53. Njarðvík vann svo 79:67-heimasigur í viðureign liðanna í lok janúar.
0
Njarðvík endaði í þriðja sæti deildarinnar og Valur því sjötta.
0
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá fyrsta leik Njarðvíkur og Vals í átta liða úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar:

Lýsandi: Jóhann Ingi Hafþórsson

Völlur: Ljónagryfjan, Njarðvík

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert