ÍR og Fjölnir í undanúrslit

ÍR-ingar eru komnir í undanúrslit.
ÍR-ingar eru komnir í undanúrslit. mbl.is/Kristinn Magnússon

ÍR og Fjölnir tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum umspils 1. deildar karla í körfubolta, en í umspilinu keppa liðin um að fylgja KR upp í efstu deild.

ÍR-ingar unnu sannfærandi sigur á Selfossi á heimavelli, 95:75. Voru ÍR-ingar yfir allan tímann og var sigurinn aldrei í hættu. Vann Breiðholtsliðið einvígið 3:0 og spilar við Þór eða Skallagrím í undanúrslitum.

Friðrik Curtis skoraði 25 stig fyrir ÍR og Lamar Morgan gerði 20. Tykei Greene skoraði 23 fyrir Selfoss, sem er úr leik.

Þá vann Fjölnir 92:83-heimasigur á ÍA og tryggði sér 3:0-sigur í einvíginu. Fjölnismenn mæta Sindra í undanúrslitum. Tölfræðin úr leiknum var ekki aðgengileg þegar fréttin var skrifuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert