Elska að spila á Íslandi

Emilie Hesseldal og Sarah Mortensen, löndur Enu Viso, í baráttunni …
Emilie Hesseldal og Sarah Mortensen, löndur Enu Viso, í baráttunni í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Danska landsliðskonan Ena Viso fyrirliði Njarðvíkur var kampakát þegar hún ræddi við mbl.is í kvöld enda nýbúin að fagna útisigri á Grindavík, 83:79, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta í Smáranum í Kópavogi.

„Ég er gríðarlega ánægð. Það er rosalega mikilvægt að ná útisigri og taka heimaleikjaréttinn af þeim. Ég er ánægð með baráttuna hjá okkur öllum og við misstum ekki hausinn þegar þær komust á skrið. Við héldum ró okkar.

Við vildum halda okkar striki. Körfubolti er leikur áhlaupa og við áttum gott áhlaup í byrjun og svo áttu þær sitt. Það mikilvægasta í þannig stöðu er að halda okkur við leikskipulagið okkar,“ sagði Ena.

Grindavík náði mest átta stiga forskoti í fjórða leikhluta, en Njarðvík svaraði glæsilega og sigldi sigrinum í höfn.

Ena Viso átti flotann leik í kvöld.
Ena Viso átti flotann leik í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér leið vel allan leikinn. Ég vissi að þær myndu reyna að keyra hraðann upp og því var mikilvægt hjá okkur að standa vörnina og vera þéttar. Þetta var erfiður leikur en ég er stolt af liðinu.“

Hún er á sínu fyrsta tímabili á Íslandi og er að njóta þess að spila í úrslitakeppninni. „Ég er að njóta þess. Ég er líka ánægð með mætinguna. Það er gaman að sjá svona marga koma að fylgjast með kvennakörfubolta. Ég elska að spila á Íslandi og ég er mjög glöð.“

Þrír danskir leikmenn léku leikinn í kvöld. Ena, liðsfélagi hennar Emilie Hesseldal og Sarah Mortensen hjá Grindavík.

„Það er mjög gaman að hafa danskan andstæðing í hinu liðinu. Það gefur mér og Emilie enn meiri hvatningu og það er mjög gaman. Við erum allar góðar vinkonur,“ sagði sú danska.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert