Oddaleikur eftir ótrúlega spennu

Valsarinn Taiwo Badmus og Njarðvíkingurinn Dwayne Lautier-Ogunleye í síðasta leik …
Valsarinn Taiwo Badmus og Njarðvíkingurinn Dwayne Lautier-Ogunleye í síðasta leik liðanna. Eggert Jóhannesson

Njarðvík hafði betur gegn Val, 91:88, í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta í kvöld, en leikið var í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Úrslitin í einvíginu ráðast því í oddaleik á Hlíðarenda á þriðjudagskvöld.

Sigurliðið í einvíginu mætir Grindavík eða Keflavík í úrslitum, en þar er staðan 2:1 fyrir Grindavík og fjórði leikur annað kvöld.

Njarðvík byrjaði betur og komst í 8:2 strax í upphafi leiks. Munurinn varð svo mestur níu stig í stöðunni 23:14 þegar skammt var eftir af fyrsta leikhluta.

Valsmenn voru hins vegar sterkari undir lok leikhlutans og munaði þremur stigum þegar hann var allur, 25:22. Var staðan aðeins jöfn í stöðunni 0:0 í leikhlutanum.

Justas Tamulis byrjaði annan leikhluta á að breyta því er hann jafnaði í 25:25 með þriggja stiga körfu. Kristinn Pálsson bætti við þremur stigum í viðbót í næstu sókn Vals og kom gestunum yfir í fyrsta skipti, 28:25.

Valsmenn voru skrefinu á undan stærstan hluta annars leikhluta og skoruðu þeir 31 stig í honum gegn 22 hjá Njarðvík. Var staðan í hálfleik því 53:47, Val í vil. Taiwo Badmus átti afar góðan hálfleik fyrir Val og skoraði 18 stig. Dwayne Lautier-Ogunleye gerði 13 fyrir Njarðvík.

Njarðvík byrjaði seinni hálfleikinn ögn betur og Mario Matasovic minnkaði muninn í eitt stig, 65:64, þegar þriðji leikhluti var rúmlega hálfnaður.

Liðin skoruðu til skiptis eftir það og var Valur því með eins stigs forskot fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 72:71, og stefndi í æsispennandi lokakafla.

Njarðvík byrjaði fjórða leikhlutann betur og var fjórum stigum yfir þegar hann var hálfnaður, 83:79. Þorvaldur Orri Árnason kom Njarðvík svo í 88:83 þegar þrjár mínútur voru eftir. Hjálmar Stefánsson minnkaði muninn í 88:86, þegar rétt rúm mínúta var eftir af leiknum.

Það dugði ekki til, því Njarðvík vann að lokum þriggja stiga sigur.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Njarðvík 91:88 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert