Indiana Pacers vann New York Knicks, 116:103, á heimavelli í sjötta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildar í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta í nótt.
Staðan er nú 3:3 í einvíginu og liðin mætast næst á sunnudaginn í New York en sigurliðið mætir Boston Celtics í úrslitum Austurdeildar.
Pascal Siakam var atkvæðamestur fyrir Indiana með 25 stig og sjö fráköst en Myles Turner var þar á eftir með 17 stig og átta fráköst.
Jalen Brunson var atkvæðamestur fyrir New York en hann skoraði 31 stig.