New York skellt á heimavelli

New York-menn svekktir.
New York-menn svekktir. AFP/Elsa

Indiana Pacers er komið í úrslitaleik Austurdeildar NBA-körfubolta karla eftir stórsigur á New York Knicks, 130:109, í Madison Square Garden í kvöld. 

Indiana var skrefi á undan allan leikinn og mætir Boston Celtics í úrslitaleik Austurdeildarinnar. 

Tyrese Hailburton skoraði 26 stig, tók fjögur fráköst og gaf sex stoðsendingar í liði Indiana. Hjá New York skoraði Donte DiVincenzo 39 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert