Jamil Abiad hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Vals í körfuknattleik fyrir næsta keppnistímabil.
Jamil er aðstoðarþjálfari karlaliðs Vals og er að ljúka sínu öðru tímabili í þjálfun hjá félaginu en hann hefur sinnt einstaklingsþjálfun leikmanna á öllum aldri hjá Val.
Margrét Ósk Einarsdóttir verður aðstoðarþjálfari með honum en hún hefur þjálfað yngri flokka og yngri landslið á undanförnum árum.
Jamil er 33 ára gamall Kanadamaður sem lék og þjálfaði í heimalandi sínu þar til hann kom til liðs við Val.