Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox var borinn af velli á fyrstu mínútu oddaleiks Vals og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta á Hlíðarenda í kvöld.
DeAndre Kane sótti að Kristófer strax á fyrstu mínútu og Kristófer lenti illa á gólfinu. Hann meiddist greinilega á hné og var borinn af velli á sjúkrabörum.
Útlit er fyrir að Kristófer taki ekki frekari þátt í leiknum og hætta á að meiðslin séu alvarleg.
Oddaleikurinn er í beinni textalýsingu á mbl.is.