Valur er Íslandsmeistari í fjórða sinn

Kári Jónsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum
Kári Jónsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum mbl.is/Kristinn Magnússon

Valur er Íslandsmeistari karla í körfubolta í fjórða sinn eftir heimasigur á Grindavík, í oddaleik liðanna fyrir troðfullu húsi á Hlíðarenda í kvöld, 80:73. Valsmenn unnu þar með einvígið, 3:2.

Valur vann síðast árið 2022 en liðið lék einnig til úrslita í fyrra.

Leikurinn fór afleitlega af stað fyrir Val en fyrirliði liðsins Kristófer Acox meiddist eftir örfáar sekúndur. Þá keyrði DeAndre Kane inn í hann, Kristófer datt og lenti illa á hnénu. Þurfti hann síðan að vera borinn af velli.

Kristinn Pálsson fagnar í leikslok.
Kristinn Pálsson fagnar í leikslok. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valsmenn náðu þó góðri forystu á næstu mínútum, 8:2, en Grindvíkingar náðu saman vopnum sínum eftir það.

Staðan var jöfn þegar að 30 sekúndur voru eftir af leikhlutanum. Tvistur frá Frank Aron Booker og þristur frá Kristni Pálssyni á lokasekúndu leikhlutans kom Valsmönnum fimm stigum yfir, 27:22, eftir fyrsta leikhluta.

Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals fagnar í leikslok.
Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals fagnar í leikslok. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valsmenn gegnu á lagið í öðrum leikhluta og náðu 13 stiga forskoti þegar að tvær mínútur voru eftir, 48:35.

Grindvíkingar minnkuðu þá aðeins muninn fyrir lok hálfleiksins en Valur var níu stigum yfir, 49:40, er liðin gengu til búningsklefa.

Frank Aron Booker og Kári Jónsson fagna.
Frank Aron Booker og Kári Jónsson fagna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grindvíkingar hófu seinni hálfleikinn með látum og minnkuðu muninn í tvö stig, 52:50, og Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals tók leikhlé. Eftir það tókst Valsliðinu að endurheimta forystuna og fór ellefu stigum yfir inn í fjórða leikhluta, 68:57.

DeAndre Kane fékk sína fimmtu villu er átta mínútur voru eftir af leiknum. Lék hann því ekkert meira með Grindvíkingum.

Valsmenn voru þá aftur sterkari í fjórða leikhluta og héldu út. Að 

Taiwo Badmus steig heldur betur upp í liði Vals en hann skoraði 31 stig. Þá skoraði Kristinn Pálsson 17 stig fyrir Val. 

Frank Aron Booker með boltann. Daniel Mortensen verst.
Frank Aron Booker með boltann. Daniel Mortensen verst. mbl.is/Kristinn Magnússon
Taiwo Badmus skorar.
Taiwo Badmus skorar. mbl.is/Kristinn Magnússon
Kári Jónsson sækir að vörn Grindvíkinga í kvöld.
Kári Jónsson sækir að vörn Grindvíkinga í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon
Dedrick Basile skýtur að körfu Valsmanna.
Dedrick Basile skýtur að körfu Valsmanna.
Hjálmar Stefánsson með boltann í kvöld.
Hjálmar Stefánsson með boltann í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon
Valur Orri Valsson sækir að Kristni Pálssyni.
Valur Orri Valsson sækir að Kristni Pálssyni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Valur 80:73 Grindavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert