Er ekki svigrúm til að gera mun betur?

Er ekki hægt að gera mun betur til að stuðla …
Er ekki hægt að gera mun betur til að stuðla að yngri landsliðum okkar? Ljósmynd/FIBA

Enn á ný koma upp á yfirborðið fréttir af því hversu kostnaðarsamt það er fyrir fjölskyldur í landinu að eiga efnileg börn og ungmenni sem ná svo langt að komast í landslið Íslands í sínum íþróttagreinum.

Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, skýrði frá því í hlaðvarpi Valtýs Björns, Mín skoðun, að sambandið þyrfti að rukka foreldra ungmenna í yngri landsliðum í körfubolta um samtals 50 milljónir króna á þessu ári.

Í framhaldi af því skýrði Margrét Elíasdóttir frá því á Facebook að landsliðsverkefni Önnu Margrétar, dóttur hennar, kostuðu hana 660 þúsund krónur í ár.

Foreldrar ungmenna í öðrum íþróttagreinum þekkja þessa stöðu mæta vel því svona er þetta sennilega í öllum íþróttagreinum hér á landi, nema í fótboltanum.

Er ekki svigrúm þarna til að gera mun betur?

Bakvörðinn í heild sinni má lesa í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert