Heldur áfram hjá Keflvíkingum

Marek Dolezaj skýtur að körfu Grindvíkinga í úrslitakeppninni í vor.
Marek Dolezaj skýtur að körfu Grindvíkinga í úrslitakeppninni í vor. mbl.is/Skúli

Slóvakíski körfuboltamaðurinn Marek Dolezaj hefur skrifað undir nýjan samning við Keflvíkinga og leikur því áfram með þeim á næsta tímabili.

Marek var í stóru hlutverki hjá Keflavík í vetur en hann er 26 ára gamall framherji, 2,08 metrar á hæð og kom til Keflvíkinga frá Münster í þýsku B-deildinni.

Hann lék áður með Iraklis í Grikklandi, Ternopil í Úkraínu og Karlovka Bratislava í Slóvakíu. Þá hefur hann leikið með landsliði Slóvakíu og lék með liði Syracuse-háskóla í Bandaríkjunum í fjögur ár. Hann fór í nýliðaval NBA árið 2021 en var ekki valinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert